16.5.2011 | 19:14
Ekki gott hjá Íslandspósti
Hefði haldið að fyrirtækið ætti að standa betur með starfsmanninum sem var bitinn. Vont að varpa ábyrgðinni svona frá sér.
Hundur beit bréfbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Þórðarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lóga hundinum og það strax.
Ólafur Björn Thoroddsen (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 20:02
Ég er sammála þér - en hvers vegna varpar Íslandspóstur frá sér ábyrgðinni?
Jón Þórðarson (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 20:41
Íslandspóstur er að reyna að koma sér undan ábyrgðinni með þessu. En hundur sem bítur og ræðst á fólk hefur kveðið upp sinn eigin dauðadóm.Sama hvað hver segir.
Njörður Helgason, 16.5.2011 kl. 22:26
Það eina sem ég geri athugasemd við er að eina sem við heyrum er póstbera-frásögnin. Yfirleitt eru það þeir sem espa hundinn upp og ógna honum þar sem þessi viðbrögð hjá gæludýri eru vægast sagt óvenjuleg og nánast ómögulegt nema kannski hann hafi verið þjálfaður til að ráðast á fólk/eða annað. Allaveganna þannig varð það með minn hund, allt varð vitlaust þegar póstberinn kom ... hún þurfti að banka þrátt fyrir að póstkassinn var fyrir utan dyrarinnar, síðan getti hún sig í hundinn sem stóð í dyrunum og reyndi ýmislega hluti til að espa hundinn minn upp. Þetta stóð yfir í nokkra mánuði þangað til ég og fleirra hunda eigendur í hverfinnu kvörtuðum undan henni. Annars hef ég aldrei orðið vitni af póstbera með hundahatur.
JT (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 23:17
Fyrirtæki geta ekki kært fyrir hönd starfsmanna sinna, þrátt fyrir að ráðist sé á þá í vinnu og vegna vinnu.
Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 01:53
Hef oft verið vitni af því, þar sem póstberi leikur sér að stríða hundi með póstinum í gegnum lúgu.
Því miður halda margir hundar, þá helst varðhundar í eðli, að póstberar eru óvelkomnir. Því að þeir ganga upp að dyrum og fikta í húsi eigandans, án þess að fá leyfi húsbóndans, eða heilsar hundinum. Þá heldur hundurinn að hann sé óvelkominn, og heldur að hann sé að hjálpa húsbóndanum með því að ógna bréfberanum. En flestir hundar einungis ógna, ræðst ekki á. Erfitt er að venja svona hunda af þessu, EN það er hægt. T.d. með því að venja hann á að póstur komi i gegnum lúguna með nokkrum háttum og fl.
Þessi hundur hefur greinilega einhverja nöp við bréfbera, eða einungis þessa konu. Hundar muna vel ákveðna lykt, og hluti, og þeir gleyma alls ekki ef eitthvað eða einhver hefur ógnað honum eða strítt. Og þá panica þeir. Maður fær líklega aldrei að vita hvort bréfberinn hafi átt einhverja sök. Og oft er það þannig, að ef að hundur bítur, þá er hann aflífaður. Ég hef oft verið sammála því, EN fyrst vil maður fá að vita, áður en það er gert, gerði hundurinn það að tilefnislausu? Hefur aðilinn gert eitthvað við hundinn? og svo framvegis.
Rannsóknir hafa sýnt (fleiri heldur en færri) að oftast er ástæða afhverju hundurinn glefsaði eða beit. Aðilinn hefur ógnað, strítt, eða meitt hundinn áður eða rétt áður en aðilinn var bitinn.
En maður fær líklega aldrei að vita það í þess tilviki..
Að mínu mati, á að koma frétt frá bæði eiganda og fórnalambi (eða aðstendendum hans).
P.S. Hundar eiga alltaf að vera í bandi þar sem skylda er. OG ALDREI Í BANDI FYRIR UTAN HÚS! Maður veit aldrei hver kemur og fer að atast í hundinum.
Þröstur (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 03:22
Lóga konunni...og það strax.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 11:47
JT ofl. er þetta semsagt póstburðarkonunni að kenna? aðra eins frásögn hef ég aldrei heyrt ... að þetta séu yfrileitt póstb.fólkið sem sé að "espa hundana upp" ertu að grínast? þau eru með það í starfsreglum hjá sér hvernig eigi að umgangast hunda sem eru við eða í húsum því sumir eru með pakka og hringja dyabjöllunni - eigendur svara og leyfa hundinum að stökkva uppá póstb.mennina alveg og sniffa þá í kaf? ...það eitt gerir mig bálreiða -getur fólk ekki haft taumhald á þessum dýrum? haft þá þjálfaða þannig að þeir hlýði, ef þú ferð til dyra t.d. að þeir séu við hlið þér en ekki á manneskjunni við dyrnar.margir póstburðarmenn eru hræddir við hundana - hafa jafnvel verið bitnir áður og er því ekk vel við að þurfa að díla við þá fyrir utan og við lúguna. fólk á þá frekar að hafa lúguna við lokað grindverk við inngang í garðinn.
Adeline, 17.5.2011 kl. 12:14
Adeline,
þetta var nú bara grín hjá mér....gat bara ekki orða bundist vegna viðbragða hundeiganda hér....það kemur upp í huga mér Lúkasar málið:)
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 12:21
Helgi Rúnar, já ...mér datt það nú alveg í hug enda hló ég þegar las þetta, en ég átti við hina tvo á undan þér, jt og þröst...
Adeline, 17.5.2011 kl. 12:36
ÉG VAR EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞETTA SÉ HENNI AÐ KENNA, ég sagðist hafa verið vitni af svona slíkum atburðum, þar sem aðilar voru að leika sér að espa upp hundinn, því hann er í taumi og getur lítið gert. Sem er vægðarlaust.
Síðan sagði ég að að VARÐHUNDAR væru oft svona í eðlinu OG það væri hægt að þjálfa þá með þolinmæði.
Síðan sagði ég að maður veit aldrei HVORT póstberinn hafi strítt hundinum. Ég var ekki að segja að hún gerði það, og ætti að kenna henni um. Ef hún er saklaus í þessu máli, þá ber eigandinn ábyrgð á þessu náttúrulega.
Mikið er rétt hjá JT, og margir hundaeigendur verða varir af því, hvað það er oft að hundunum er strítt. Ekki bara bréfberar.
Hundarnir verða þá spenntir, taugaóstyrkir, pirraðir eða jafnvel hræddir. Þá gelta þeir, urra, glefsa, eða jafvel bíta.
Ég er náttúrulega sammála því, eins og stendur hjá mér fyrir ofan að hundar eiga alltaf að vera í taumi utandyra, og bera eigi virðing fyrir öðru fólki í hverfinu. En samt aldrei vera í taumi eftirlitslausir fyrir utan hús.
Síðan með þessar rannsóknir sem ég nefndi, þetta er það sem ég ef lesið og skoðað síðustu 10 ár. Því þetta er alltaf í umræðunni, varðandi bit, glefs og ástæður þess.
Eina sem ég vildi koma fram fyrir ofan. Að það er ekki alltaf hundinum að kenna. Og ég hef verið vitni af því. Það er alltaf/oftast gert ráð fyrir að það sé hundinum að kenna og að hann sé illa upp alinn. Það eru alltaf 2 hliðar á sögunni.
Og ég gæti alveg trúað þessu með dalmatíuhundinn, því hann hefur verið frekar taugaóskyrkur í eðli sínu, og einhverskonar varðhundur. Frekar væri maður með rottweiler heldur en dalmatíu, fyrir mitt leyti.
Þröstur (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 13:23
7.gr samþykkta um hundahald í Mosfellsbæ, samþykktar í Umhverfisráðuneyti 8.júní 1998. og eru þær í fullu gildi og byrtar á heimasíðu Mosfellbæjar;
Hafi eigandi ástæðu til að ætla að hundur hans sé grimmur eða varasamur skal hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis síns. Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur dýraeftirlitsmaður í samráði við heilbrigðisfulltrúa tekið ákvörðun um að hundur verði aflífaður þegar í stað. Óski hundaeigandi þess er heimilt að leita álits héraðsdýralæknis áður en ákvörðun um aflífun er tekin.
Nú er einfaldlega spurt, hvers vegna krefst dýraeftirlitsmaður Mosfelssbæjar þess ekki að hundurinn verði aflífaður.
Kjartan (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 13:56
...Ég veit ekki hvort mér finnist endilega þurfa að aflífa hundgreyið. En lágmark að hafa hann þá með grímuna góðu fyrst hann þarf að vera einhversstaðar úti og eigandinn ræður ekki við hann í kringum ókunnuga.
Adeline, 17.5.2011 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.